Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.98 bls. 1
  • Börn — þið eruð gleði okkar!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Börn — þið eruð gleði okkar!
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Unglingar — hver eru andleg markmið ykkar?
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Finndu gleði í verkefnum þínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Hvernig geturðu náð andlegum markmiðum þínum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Settu þér andleg markmið
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 3.98 bls. 1

Börn — þið eruð gleði okkar!

1 Strákar og stelpur, kannist þið við þau fyrirmæli Jehóva að þið eigið að taka þátt í starfsemi safnaðarins? (5. Mós. 31:12; Sálm. 127:3) Það er gleðilegt að hafa ykkur hjá okkur er við tilbiðjum Jehóva saman! Okkur hlýnar um hjartarætur við að sjá ykkur sitja stillt á samkomunum og hlusta með athygli. Það gleður okkur sérstaklega þegar þið reynið að svara með eigin orðum. Allur söfnuðurinn er mjög ánægður þegar þið flytjið ræður í Guðveldisskólanum, þegar þið takið kappsamlega þátt með okkur í boðunarstarfinu og þegar við heyrum að þið berið djarfmannlega vitni fyrir skólafélögum ykkar og kennurum. — Sálm. 148:12, 13.

2 Við viljum að þið vitið að við erum stolt af ykkur þegar við sjáum ykkur sýna góða mannasiði, óspillta hegðun, virðingu fyrir fullorðnum og vera snyrtileg í útliti. Gleði okkar er sérstaklega mikil þegar þið sýnið að þið ‚munið eftir skapara ykkar‘ með því að setja ykkur guðræðisleg markmið. — Préd. 12:1; Sálm. 110:3.

3 Segið okkur markmið ykkar: Átta ára strákur sagði við umdæmishirði: ‚Fyrst langar mig að láta skírast, síðan langar mig að hjálpa til í söfnuðinum með því að sjá um magnarakerfið og hljóðnemana, með því að hafa umsjón í sal, hjálpa til í bókaafgreiðslunni og lesa í bóknáminu og Varðturnsnáminu. Síðan langar mig til að vera safnaðarþjónn og svo öldungur. Mig langar líka til að vera brautryðjandi og fara í brautryðjandaskólann. Síðan langar mig að fara á Betel og vera farandhirðir eða umdæmishirðir.‘ Hann mat mikils þau sérréttindi að þjóna Guði!

4 Það gleður okkur að sjá ykkur ná markmiðum ykkar þegar þið stækkið og takið andlegum framförum. (Samanber Lúkas 2:52.) Á hverju ári gerast þúsundir ykkar óskírðir boðberar og verða síðan hæf til skírnar sem vígðir þjónar Jehóva. Gleði okkar eykst þegar við sjáum ykkur síðan gerast aðstoðarbrautryðjendur eða jafnvel þjóna í fullu starfi. Þið börn eruð svo sannarlega gleði okkar og eruð himneskum föður okkar til mikils lofs. Megi Jehóva blessa ykkur ríkulega! — Orðskv. 23:24, 25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila