Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.08 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 14. janúar
  • Vikan sem hefst 21. janúar
  • Vikan sem hefst 28. janúar
  • Vikan sem hefst 4. febrúar
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 1.08 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 14. janúar

Söngur 41

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustunni.

15 mín.: „Nýttu tímann í boðunarstarfinu sem best.“* Takið viðtal við bróður sem er til fyrirmyndar í að hafa umsjón með samansöfnun. Hvernig undirbýr hann sig til að geta farið út með hópnum og til að nýta tímann sem best í starfinu?

20 mín.: „Mál yðar sé ætíð . . . salti kryddað“.* Lesið Jóhannes 4:7-15, 39 þegar farið er yfir grein tvö.

Söngur 85

Vikan sem hefst 21. janúar

Söngur 215

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Nefnið ritatilboðið í febrúar og sýnið hvernig má bjóða aðra bókina. Hvetjið alla til að horfa á myndina Transfusion-Alternative Health Care — Meeting Patient Needs and Rights (Læknismeðferð án blóðgjafar — þarfir og réttindi sjúklinga) til að búa sig undir umræður á þjónustusamkomu í vikunni sem hefst 4. febrúar.

10 mín.: Notar þú bæklinginn Rannsökum daglega ritningarnar? Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á formálanum í dagstextabæklingnum 2008. Ræðið um gildi þess að taka frá tíma á hverjum degi til að fara yfir ritningarstað dagsins og skýringuna við hann. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeir hafa vanið sig á að fara yfir dagstextann og hvernig það hefur verið gagnlegt. Undirbúa má einn eða tvo boðbera fyrir fram. Farið nokkrum orðum um árstextann fyrir árið 2008.

25 mín.: „Segjum öðrum frá fagnaðarerindinu.“* (Gr. 1-10) Í umsjón starfshirðis. Takið viðtal við einn eða tvo boðbera sem voru aðstoðarbrautryðjendur á síðasta ári þrátt fyrir að eiga annríkt eða glíma við heilsubrest. Hvernig gátu þeir verið það? Hvaða gleði fundu þeir fyrir? Þegar farið er yfir grein sjö ætti að nefna hvenær samansafnanir verða í mars, apríl og maí.

Söngur 177

Vikan sem hefst 28. janúar

Söngur 52

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila skýrslu um starfið í janúar. Lesið bókhaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Umræður við áheyrendur byggðar á Varðturninum janúar-mars og Vaknið! janúar-mars. Eftir að hafa farið stuttlega yfir efni blaðanna ætti að spyrja áheyrendur hvaða greinar þeir telji höfða til fólks á svæðinu og hvers vegna. Biðjið áheyrendur um að benda á hvað þeir ætli að nota í greinunum. Hvaða spurninga mætti spyrja til að hefja samtalið? Hvaða ritningarstað úr greininni væri hægt lesa? Hvernig er hægt að tengja ritningarstaðinn við greinina? Sviðsetjið tillögurnar á bls. 8 og sýnið hvernig bjóða má bæði blöðin.

20 mín.: „Segjum öðrum frá fagnaðarerindinu.“* (Gr. 11-17) Ef boðsmiðarnir fyrir minningarhátíðina hafa borist söfnuðinum ætti að dreifa eintaki til allra viðstaddra þegar farið er yfir grein 14. Nefnið hvernig boðsmiðunum verði dreift á svæði safnaðarins.

15 mín.: „Hjálpum biblíunemendum að verða boðberar fagnaðarerindisins.“* Biðjið áheyrendur um að gefa athugasemdir um ritningarstaðina sem vísað er til eftir því sem tíminn leyfir.

Söngur 22

Vikan sem hefst 4. febrúar

Söngur 161

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir spurningakassann.

10 mín.: Staðbundnar þarfir.

25 mín.: „Hefurðu frestað því?“ Í umsjón öldungs. Farið beint í umræður um myndina Transfusion-Alternative Health Care — Meeting Patient Needs and Rights (Læknismeðferð án blóðgjafar — þarfir og réttindi sjúklinga) og notið spurningarnar í greininni. Lesið að lokum síðustu tölugreinina og hvetjið alla viðstadda til að rifja upp greinarnar í Varðturninum og Ríkisþjónustunni sem vísað er til. Þeir sem hafa ekki þegar tekið ákvörðun um blóðhluta og læknismeðferðir geta nýtt sér vinnublaðið í viðaukanum í Ríkisþjónustunni í nóvember 2006 til að taka ákvörðun og síðan fyllt út yfirlýsinguna um læknismeðferð. Hugsanlegt er að sumir, sem hafa gert það nú þegar, vilji fara yfir ákvarðanir sínar og ef til vill fylla út nýja yfirlýsingu.

Söngur 4

* Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila