Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 29. apríl 2013. Tekið er fram í hvaða viku er fjallað um hvert atriði til að við getum lesið okkur til um það þegar við undirbúum okkur fyrir skólann.
1. Hvað sagði Jesús um hjónabandið eins og kemur fram í Markúsi 10:6-9 og hvað þýðir það? [4. mars, w08 15.2. bls. 30 gr. 8]
2. Hvað merkir það að þjóna Jehóva af allri sálu? (Mark. 12:30) [4. mars, w97 1.12. bls. 8 gr. 4]
3. Hvaða fæðingarhríðir er talað um í Markúsi 13:8? [11. mars, w08 15.3. bls. 12 gr. 2]
4. Við hvaða heimildir studdist Lúkas þegar hann ritaði guðspjallið? (Lúk. 1:3) [18. mars, w09 15.3. bls. 32 gr. 4]
5. Hvað ættum við að gera þar sem að við vitum að Satan leitar að hentugu tækifæri til að reyna ráðvendni okkar? (Lúk. 4:13) [25. mars, w11 15.1. bls. 23-24 gr. 10]
6. Hvernig getum við breytt í samræmi við orð Jesú í Lúkasi 6:27, 28? [25. mars, w08 15.5. bls. 8 gr. 4]
7. Hvernig gat Jesús veitt konu syndafyrirgefningu þar sem ekki var enn búið að færa lausnarfórnina? (Lúk. 7:37, 48) [1. apríl, w10 15.8. bls. 6-7]
8. Í hvaða skilningi eiga fylgjendur Krists að „hata“ ættingja sína? (Lúk. 14:26, Biblían 1981) [15. apríl, w08 15.3. bls. 32 gr. 1]
9. Hvaða áhrif munu táknin „á sólu, tungli og stjörnum“ hafa á mennina? (Lúk. 21:25) [22. apríl, w97 1.4. bls. 15 gr 8-9]
10. Hvernig getum við líkt eftir bænrækni Jesú þegar við lendum í mjög erfiðum prófraunum? (Lúkas 22:44) [29. apríl, w12 15.4. bls. 6 gr. 17]