Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.96 bls. 4
  • „Það er hið eilífa líf“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Það er hið eilífa líf“
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Þekking frá Guði svarar mörgum spurningum
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Útbreiðum þekkinguna sem leiðir til eilífs lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Þekking á hinum sanna Guði leiðir til lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Hjálpum öðrum að öðlast þekkingu sem leiðir til lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 11.96 bls. 4

„Það er hið eilífa líf“

1 Orð Jesú, sem skráð eru í Jóhannesi 17:3, á að taka alvarlega. Hann meinti það sem hann sagði — að þekkja Guð og Krist er hið eilífa líf! En verður okkur umbunað með eilífu lífi fyrir það eitt að búa yfir þekkingu á Jehóva og Jesú? Nei. Ísraelsmenn vissu að Jehóva var Guð þeirra en lífsstefna þeirra endurspeglaði ekki þá trú. Afleiðingin varð sú að þeir glötuðu velþóknun hans. (Hós. 4:1, 2, 6) Nú á dögum kunna þeir menn að skipta milljónum sem „eru kappsfullir Guðs vegna, en ekki með réttum skilningi.“ (Rómv. 10:2) Þeir þurfa að kynnast Jehóva, ‚hinum eina sanna Guði,‘ og læra hvernig á að þjóna honum á réttan hátt. Í því augnamiði bjóðum við í nóvember bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Hvaða aðferð ætlar þú að nota til að kynna Þekkingarbókina? Hér eru nokkrar tillögur sem gætu komið þér að gagni.

2 Fyrir flesta er það ný hugmynd að geta lifað að eilífu á jörðinni og þess vegna gætu þessi inngangsorð gripið athygli þeirra:

◼ „Við erum að leggja spurningu fyrir nágranna okkar. Ef þér væri boðið að lifa að eilífu í heimi eins og þessum myndir þú þá þiggja boðið? [Sýndu myndina á blaðsíðu 4-5 í Þekkingarbókinni. Gefðu kost á svari.] Hlutskipti þitt í lífinu gæti í rauninni orðið svona ánægjulegt. En hvað heldur þú að þú þurfir að gera til að sjá það verða að veruleika? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem þarf að gera samkvæmt Jóhannesi 17:3. [Lestu.] Þessi bók hjálpar mörgum að afla sér þessarar sérstöku þekkingar. Langar þig til að fá eintak til að lesa sjálfur? [Gefðu kost á svari.] Í næstu heimsókn minni getum við rætt um hvers vegna skynsamlegt er að trúa því að við getum náð að lifa eilíflega hér á jörðinni.“

3 Þegar þú kemur aftur í heimsókn til þeirra sem þú ræddir við um Jóhannes 17:3, gætir þú tekið upp þráðinn með þessum hætti:

◼ „Í síðustu heimsókn minni las ég fyrir þig hin hrífandi orð Jesú sem er að finna í Jóhannesi 17:3, þar sem hann fullvissar okkur um að það sé hið eilífa líf að þekkja Guð og Jesú. En margir halda að betra líf fáist aðeins á himni. Hvað finnst þér um það? [Gefðu kost á svari.] Ef þú ert með bókina, sem ég skildi eftir hjá þér síðast, við höndina langar mig til að sýna þér nokkur biblíuvers sem sanna að paradís verur endurreist á jörðinni. [Ræddu efnið í grein 11-16 á blaðsíðu 9-10 í Þekkingarbókinni.] Í næstu heimsókn minni langar mig til að sýna þér hvers vegna þú getir treyst þessum fyrirheitum í Biblíunni. Þangað til gætir þú kannski lesið kafla 2 í þínu eigin eintaki af bókinni.“

4 Hér eru kynningarorð sem þú vilt kannski nota á trúhneigt fólk:

◼ „Við höfum verið að tala við fólk um hvers vegna til eru svona mörg og mismunandi trúarbrögð í heiminum. Í Bandaríkjunum einum eru um 1200 trúfélög og meira en 10.000 í heiminum öllum. Þó er Biblían aðeins ein. Má ég spyrja um álit þitt á því hvers vegna trúarbrögðin eru svona sundurleitur hópur? [Gefðu kost á svari. Flettu upp á 5. kafla í Þekkingarbókinni og lestu fyrstu greinina.] Lestur þessa kafla veitir þér fullnægjandi svör við þessum spurningum. Það væri mér ánægja að láta þig fá þessa bók ef þú kærir þig um að lesa hana.“ Ef bókin er þegin skaltu gera ákveðnar ráðstafanir til að koma aftur og segja síðan: „Þegar ég kem aftur gætum við kannski rætt um það hvort öll trúarbrögð séu einfaldlega mismunandi leiðir að sama marki.“

5 Þegar þú kemur aftur til að halda áfram samræðunum um hvers vegna trúarbrögðin séu svona margvísleg, gætir þú sagt:

◼ „Þegar ég talaði við þig síðast kom ég með þá spurningu hvort öll trúarbrögð séu einfaldlega mismunandi leiðir að sama marki. Hvað heldur þú um það? [Gefðu kost á svari.] Mig langar til að sýna þér frá bókinni, sem ég lét þig fá, hvað Jesús segir um það mál. [Flettu upp á 5. kafla í Þekkingarbókinni og lestu greinar 6-7, þar á meðal Matteus 7:21-23.] Þú veltir ef til vill fyrir þér hvers vegna það sé svona mikilvægt að þekkja nákvæmlega hver sé vilji Guðs. Þær tölugreinar, sem hér fara á eftir, veita mjög góðar upplýsingar um það. Myndir þú ekki vilja lesa það sem eftir er af kaflanum? Þegar ég kem næst væri það mér ánægja að sýna þér gildi þess að búa yfir nákvæmri biblíuþekkingu.“

6 Beina aðferðin við að stofna biblíunám reynist oft vel. Hér er tillaga að inngangsorðum sem er að finna á blaðsíðu 5 í „Biblíusamræðubæklingnum“:

◼ „Ég er hingað komin(n) til að bjóða þér ókeypis heimabiblíunámskeið. Í rúmlega 200 löndum taka fjölskyldur sér tíma til að ræða saman um Biblíuna. Ef ég má þá langar mig að sýna þér á fáeinum mínútum hvernig slíkar umræður fara fram. Við getum notað einhverja af þessum fyrirsögnum sem umræðugrundvöll. [Sýndu efnisyfirlitið í Þekkingarbókinni.] Hver finnst þér vera sérstaklega áhugaverð?“ Bíddu eftir að viðmælandi þinn velji kafla. Flettu upp þeim kafla og byrjaðu námið frá fyrstu tölugreininni.

7 Hér er önnur árangursrík bein aðferð sem þú getur reynt að nota til að stofna biblíunám:

◼ „Ég held ókeypis biblíunámskeið með fólki og hef möguleika á að bæta við mig nemendum. Á námskeiðunum er þetta biblíunámsrit notað. [Sýndu Þekkingarbókina.] Það tekur aðeins nokkra mánuði og veitir svör við spurningum eins og: Hvers vegna leyfir Guð þjáningar? Hvers vegna hrörnum við og deyjum? Hvað verður um látna ástvini okkar? Og hvernig getum við nálægt okkur Guði?“ Spyrðu því næst: „Má ég sýna þér hvernig námskeiðið fer fram?“ Ef viðmælandi þinn hafnar boði um biblíunám skaltu spyrja hann hvort hann vilji fá Þekkingarbókina til að lesa sjálfur. Ef hann lofar að lesa hana skaltu láta hann fá eintak.

8 Nákvæm þekking á Guði og Kristi er svo sannarlega fjársjóður fyrir hvern þann sem býr yfir henni. Að afla sér hennar þýðir eilíft líf við fullkomnar aðstæður. Við skulum nota sérhvert tækifæri í nóvember til að deila með öðrum þekkingunni sem leiðir til eilífs lífs.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila