Glæddu með öðrum von um eilíft líf
1 Þótt menn hafi leitað leiða til að hægja á öldrunarferlinu og lengja lífsskeið sitt eru elli og dauði eftir sem áður óumflýjanleg. Við erum sannarlega þakklát fyrir að Biblían skuli útskýra hvers vegna menn eldast og deyja og hvernig skemmdarverk ellinnar verða ónýtt og dauðanum verður útrýmt. Þessi sannleiksatriði eru sett fram með sannfærandi hætti í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Bókin veitir skýr svör við flóknum spurningum um líf og dauða og beinir sjónum lesandans að þeim tíma þegar paradís verður endurreist.
2 Við munum bjóða Þekkingarbókina í marsmánuði í því augnamiði að hefja biblíunámskeið. (Matt. 28:19, 20) Síðan heimsækjum við alla þá aftur sem sýna áhuga á boðskapnum um ríkið. Með þessum hætti getum við glætt með öðrum von um eilíft líf. (Tít. 1:2) Eftirfarandi tillögur gætu reynst þér hjálplegar til að ná þessu marki.
3 Í fyrstu heimsókn gætirðu spurt:
◼ „Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér hvers vegna menn þrá lengra líf? [Hinkraðu eftir svari.] Búddhatrúarmenn, kristnir menn, hindúar, múslímar og aðrir vonast til að lifa eftir dauðann.“ Opnaðu Þekkingarbókina við kafla 6, „Hvers vegna hrörnum við og deyjum?“ og lestu grein 3. Rökræddu út frá ritningarstöðunum sem vitnað er í. Spyrðu húsráðandann hvort hann myndi sjálfur vilja fá svör við spurningunum sem bornar eru upp við lok greinarinnar. Ef svo er haltu þá áfram að ræða efni næstu greina. Þú ert að hefja nýtt biblíunámskeið. Annars skaltu láta honum bókina eftir til lestrar og leggja drög að því að koma aftur til að rökræða svörin, helst eftir einn til tvo daga.
4 Þegar þú heimsækir þá aftur sem þáðu „Þekkingarbókina“ gætirðu sagt:
◼ „Ég er kominn aftur svo að við getum rætt spurningarnar tvær um dauðann sem við létum ósvarað síðast.“ Minntu húsráðandann á spurningarnar. Ræddu síðan efnið undir millifyrirsögninni „Ískyggileg launráð“ í 6. kafla. Þú getur haldið áfram náminu eða notað síðustu tvær spurningarnar í 7. greininni til að leggja grunninn að næstu samræðum, allt eftir aðstæðum. Leggðu ákveðin drög að næstu heimsókn. Réttu húsráðandanum boðsmiða og útskýrðu í stuttu máli hvernig safnaðarsamkomur fara fram. Segðu honum að hann sé hjartanlega velkominn.
5 Þú gætir hafið samtal í starfinu hús úr húsi eða í óformlegu starfi með þessum orðum:
◼ Hefurðu nokkurn tíma velt fyrir þér framtíðarhorfum okkar mannanna og jarðarinnar? [Hinkraðu eftir svari.] Biblían lýsir framtíð jarðarinnar með einu orði — paradís. Hún segir að Guð hafi í upphafi gert hluta jarðarinnar að fallegri paradís og sett þar mannhjónin sem hann skapaði. Þau áttu að uppfylla alla jörðina og breyta henni smám saman í paradís. Hér geturðu séð lýsingu á því hvernig það hlýtur að hafa verið.“ Opnaðu Þekkingarbókina á blaðsíðu 8 og lestu grein 9, undir millifyrirsögninni „Líf í paradís.“ Ræddu síðan meginatriði 10. greinarinnar og lestu Jesaja 55:10, 11 sem vitnað er í. Bjóðstu til að halda áfram umræðum um það hvernig lífið í endurreistri paradís verður og fara yfir greinar 11-16 með viðmælanda þínum. Þú getur líka hvatt hann til að lesa þær sjálfur og mælt þér mót við hann síðar til að ræða efnið.
6 Ef nám var ekki hafið í fyrstu heimsókn gætirðu reynt að gera það þegar þú ferð í endurheimsókn. Þú gætir sagt:
◼ „Eins og við ræddum síðast er það ætlun Guðs að allri jörðinni verði breytt í paradís. Þá vaknar sú spurning hvernig hún muni verða?“ Flettu upp á fyrsta kafla Þekkingarbókarinnar og farðu yfir greinar 11-16 undir millifyrirsögninni „Líf í endurreistri paradís.“ Síðan skaltu sýna viðmælanda þínum myndina á blaðsíðu 4 og 5 og spyrja hann hvort hann myndi vilja búa í svona fallegu umhverfi. Lestu síðan fyrstu setninguna í grein 17 á blaðsíðu 10. Síðan getur þú annaðhvort haldið náminu áfram eða sagt að í næstu heimsókn munir þú útskýra hvers sé krafist til að öðlast líf í endurreistri paradís, allt eftir því hvernig stendur á. Skildu eftir boðsmiða, segðu frá samkomutímunum og bjóddu honum hlýlega að koma í ríkissalinn.
7 Þekkingarbókin er úrvalsverkfæri til að kynna mönnum ‚eilífa lífið‘ sem sem Guð lofar. Ef þú hefur heimabiblíunámskeið hjá fólki getur þú glætt hjá því þessa stórkostlegu von sem er innblásin af Guði þeim „er ekki lýgur.“