Getur þú farið inn um „víðar dyr og verkmiklar“?
1. Hvaða ‚víðu dyr og verkmiklar‘ standa okkur opnar?
1 Þegar „víðar dyr og verkmiklar“ opnuðust fyrir Páli postula boðaði hann fagnaðarerindið af ákafa þrátt fyrir að andstæðingarnir væru margir. (1. Kor. 16:9) Nú á dögum hafa 642.000 boðberar Guðsríkis víðs vegar um heiminn farið inn um víðar dyr og verkmiklar og gerst brautryðjendur.
2. Af hverju er gott að meta aðstæður okkar öðru hverju?
2 Aðstæður breytast: Þó að aðstæður okkar núna leyfi okkur ekki að gera eins mikið og við vildum getur það breyst. Við ættum þess vegna að meta stöðuna hjá okkur öðru hverju í stað þess að bíða eftir hinum fullkomnu aðstæðum. (Préd. 11:4) Ertu að ljúka skólanámi? Eru börnin þín að fara að byrja í skóla? Ertu að komast á eftirlaun? Slíkar breytingar geta gefið þér aukinn tíma og þú gætir gerst brautryðjandi. Systir, sem hafði átt við heilsubrest að stríða, ákvað að sækja um brautryðjandastarfið þegar hún var 89 ára. Af hverju? Þar sem hún hafði ekki þurft að fara á spítala í meira en eitt ár fannst henni heilsan nógu góð til hún gæti gerst brautryðjandi.
3. Hvaða breytingar hafa sumir gert til að geta orðið brautryðjendur?
3 Páll hafði ætlað sér að heimsækja bræður sína í Korintu. En hann breytti áætlun sinni í þágu fagnaðarerindisins. Margir sem eru núna brautryðjendur hafa þurft að gera ýmsar breytingar til að geta sinnt þessu starfi. Sumir hafa einfaldað líf sitt þannig að þeir þurfi aðeins að vinna hlutastarf til að sjá fyrir sér. Þeir hafa fundið til mikillar gleði í starfi sínu sem brautryðjendur. (1. Tím. 6:6-8) Sum hjón hafa gert breytingar á lífi sínu þannig að aðeins eiginmaðurinn þurfi að vinna úti og þá hefur eiginkonan getað orðið brautryðjandi.
4. Hvað getum við gert ef við efumst um að geta uppfyllt starfstímaskyldu brautryðjenda?
4 Þú ættir ekki að afskrifa brautryðjandastarfið af ótta við að geta ekki uppfyllt starfstímaskylduna. Rúmir tveir klukkutímar á dag er allt sem þarf. Ef þú ert ekki viss um að þú getir starfað svo mikið gæti verið gott að vera aðstoðarbrautryðjandi í einn eða tvo mánuði. Þú gæti þá haft það að markmiði að starfa í 70 klukkutíma. Þannig geturðu kynnst gleðinni af brautryðjandastarfinu. (Sálm. 34:9) Talaðu við þá sem eru brautryðjendur. Þeir hafa ef til vill þurft að yfirstíga svipaðar hindranir og þú. (Orðskv. 15:22) Biddu Jehóva um að blessa viðleitni þína til að auka starf þitt. — 1. Jóh. 5:14.
5. Hvers vegna er það ómaksins vert að vera brautryðjandi?
5 Ómaksins vert: Það er mikil blessun sem fylgir því að vera brautryðjandi. Við það að gefa meira af þér öðlastu enn meiri gleði. (Post. 20:35) Brautryðjandastarfið gerir þig færari í að fara rétt með orð sannleikans. (2. Tím. 2:15) Þú sérð oftar hönd Jehóva að verki í þína þágu. (Post. 11:21; Fil. 4:11-13) Þetta starf mun líka hjálpa þér að þroska með þér andlega eiginleika eins og þolgæði og hjálpar þér að styrkja sambandið við Jehóva. (Jak. 4:8) Getur þú farið inn um þessar ‚víðu dyr og verkmiklu‘ og orðið brautryðjandi?