Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.08 bls. 8
  • Notarðu þessi hjálpargögn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notarðu þessi hjálpargögn?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Þjálfaðu þig í að rökstyðja sannleikann
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Starf á svæði sem oft er farið yfir
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 12.08 bls. 8

Notarðu þessi hjálpargögn?

1. Lýstu hvernig Páll postuli og Jesús kenndu.

1 Páll postuli gerði sér far um að ‚leggja út af ritningunum‘ þegar hann rökræddi við fólk. (Post. 17:2, 3; 18:19) Þar líkti hann eftir Jesú sem vitnaði gjarnan í Ritninguna og brá upp líkingum og dæmisögum til að hjálpa áheyrendum að skilja vilja Guðs. (Matt. 12:1-12) Bókin Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókin) var samin til að auðvelda okkur að líkja eftir þeim. Efnið á bls. 9-24 í bókinni er til í íslenskri þýðingu í bæklingnum Hvernig hefja má biblíusamræður og halda þeim áfram.

2. Hvernig er hægt að nota Biblíusamræðubæklinginn til að undirbúa áhrifarík inngangsorð?

2 Að velja áhrifarík inngangsorð: Á bls. 2-7 í Biblíusamræðubæklingnum er að finna tillögur að inngangsorðum sem geta vakið áhuga fólks. Ef þú lærir og notar mismunandi inngangsorð gerirðu boðunarstarfið fjölbreyttara og verður sjálfur fjölhæfari og átt auðveldara með að hefja samræður við fólk. Þetta er sérstaklega gott ef farið er yfir starfssvæðið með stuttu millibili. Þegar þú notar síma eða dyrasíma til að vitna geturðu lesið inngangsorðin beint upp úr bæklingnum ef þú vilt.

3. Hvaða efni er að finna á bls. 7-16 í bæklingnum sem getur komið að góðum notum í boðunarstarfinu?

3 Vertu viðbúinn að bregðast við samræðutálmum: Það er gott að vera viðbúinn að bregðast við samræðutálmum sem eru algengir á svæðinu. Hví ekki að nota efnið á bls. 7-12 í Biblíusamræðubæklingnum til að undirbúa hugsanleg svör? Er líklegt að þú hittir búddatrúarmenn, gyðinga, hindúa eða múslima á svæðinu? Þá gæti efnið á bls. 13-16 komið að góðum notum.

4. Hvernig er hægt að nota Rökræðubókina þegar við erum spurð spurninga eða bryddað er upp á umdeildu málefni?

4 Að svara spurningum: Þeir sem lesa erlend tungumál geta notað Rökræðubókina þegar viðmælandinn spyr einhvers eða bryddar upp á umdeildu málefni. Þú getur ósköp einfaldlega sagt honum að þig langi til að sýna honum athyglisvert efni, sem þú sért með, og síðan dregið fram Rökræðubókina. Málefnunum, sem fjallað er um í bókinni, er raðað í stafrófsröð. Flettu upp á því efni þar sem þú telur líklegast að finna viðeigandi upplýsingar. Renndu síðan yfir feitletruðu spurningarnar. Ef þú sérð ekki í fljótheitum það sem þú leitar að geturðu farið í atriðisorðaskrána aftast í bókinni. Þegar þú hefur fundið upplýsingarnar, sem þig vantaði, geturðu lesið þær beint upp úr bókinni eða þýtt þær lauslega. Ef þú ert að ræða um ákveðinn ritningarstað er hugsanlegt að þú finnir það sem þig vantar á bls. 445 undir fyrirsögninni „Scriptures Often Misapplied“ (ritningarstaðir sem oft eru mistúlkaðir).

5. Hvaða önnur not má hafa af Rökræðubókinni?

5 Önnur not: Sumir hafa Rökræðubókina við höndina á vinnustað eða í skóla til að auðvelda sér að svara spurningum um afmælis- og helgidagahald. Unglingar hafa oft notað efni bókarinnar um sköpun og þróun til að skrifa skólaritgerðir. Ætlarðu að heimsækja sjúkling eða einhvern sem hefur misst ástvin? Efnið undir flettunni „Encouragement“ (uppörvun) getur ef til vill hjálpað þér að nota Biblíuna til að hughreysta hann. Rökræðubókin hefur einnig að geyma gagnlegar upplýsingar sem nota má til að semja ræður eða undirbúa samansafnanir fyrir boðunarstarfið.

6. Hvert er markmið okkar þegar við boðum fagnaðarerindið?

6 Þegar við boðum fagnaðarerindið er það hvorki markmið okkar að sigra í rökræðum né að miðla bara upplýsingum. Okkur langar til að rökræða fagmannlega með hjálp Biblíunnar. Ef við notum Rökræðubókina og Biblíusamræðubæklinginn sem best sýnum við að við höfum stöðuga gát á fræðslunni. — 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila