-
1. Mósebók 49:29–33Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
29 Síðan gaf hann þeim þessi fyrirmæli: „Nú safnast ég til fólks míns.*+ Þið skuluð jarða mig hjá feðrum mínum í hellinum á landi Hetítans Efrons,+ 30 í hellinum sem er á Makpelaakri nálægt Mamre í Kanaanslandi, akrinum sem Abraham keypti af Hetítanum Efron til að nota sem legstað. 31 Þar voru Abraham og Sara kona hans jörðuð,+ þar voru Ísak og Rebekka kona hans jörðuð,+ og þar jarðaði ég Leu. 32 Landareignin og hellirinn sem er á henni voru keypt af afkomendum Hets.“+
33 Þegar Jakob hafði gefið sonum sínum þessi fyrirmæli dró hann fæturna upp í rúmið. Síðan gaf hann upp andann og safnaðist til fólks síns.*+
-
-
1. Mósebók 50:13, 14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
13 Þeir fluttu hann til Kanaanslands og jörðuðu hann í hellinum á Makpelaakri nálægt Mamre, akrinum sem Abraham hafði keypt af Hetítanum Efron fyrir legstað.+ 14 Þegar Jósef hafði jarðað föður sinn sneri hann aftur til Egyptalands ásamt bræðrum sínum og öllum sem höfðu farið með honum til að jarða föður hans.
-