-
5. Mósebók 17:14, 15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
14 Þegar þú ferð inn í landið sem Jehóva Guð þinn gefur þér, þú hefur tekið það og sest þar að og segir: ‚Ég vil fá konung eins og allar þjóðirnar í kring,‘+ 15 þá skaltu útnefna konung sem Jehóva Guð þinn velur.+ Hann á að vera Ísraelsmaður eins og þú. Þú mátt ekki setja yfir þig útlending, mann sem er ekki bróðir þinn.
-
-
1. Kroníkubók 1:43–50Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
43 Þetta eru konungarnir sem ríktu í Edómslandi+ áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum:+ Bela Beórsson. Borgin hans hét Dínhaba. 44 Þegar Bela dó varð Jóbab, sonur Sera frá Bosra,+ konungur eftir hann. 45 Þegar Jóbab dó varð Húsam frá landi Temaníta konungur eftir hann. 46 Þegar Húsam dó varð Hadad Bedadsson konungur eftir hann. Það var hann sem sigraði Midíaníta í Móabslandi.* Borgin hans hét Avít. 47 Þegar Hadad dó varð Samla frá Masreka konungur eftir hann. 48 Þegar Samla dó varð Sál frá Rehóbót við Fljótið konungur eftir hann. 49 Þegar Sál dó varð Baal Hanan Akbórsson konungur eftir hann. 50 Þegar Baal Hanan dó varð Hadad konungur eftir hann. Borgin hans hét Pagú og kona hans hét Mehetabeel og var dóttir Matredar Mesahabsdóttur.
-