11Jehóva sagði við Móse: „Ég læt enn eina plágu ganga yfir faraó og Egyptaland. Eftir það leyfir hann ykkur að fara héðan.+ Þegar hann leyfir ykkur að fara mun hann bókstaflega reka ykkur út héðan.+
29 Um miðnætti banaði Jehóva öllum frumburðum í Egyptalandi,+ frá frumburði faraós sem sat í hásæti sínu til frumburðar fangans í fangelsinu,* og eins öllum frumburðum skepnanna.+
31 Hann lét kalla á Móse og Aron+ strax um nóttina og sagði: „Farið! Farið burt frá þjóð minni, bæði þið og aðrir Ísraelsmenn. Farið og þjónið Jehóva eins og þið hafið talað um.+