-
3. Mósebók 25:25–27Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
25 Ef bróðir þinn verður fátækur og þarf að selja eitthvað af landareign sinni á náinn ættingi hans að kaupa til baka það sem hann seldi.+ 26 Ef hann á engan að til að kaupa eignina til baka en aflar sér sjálfur nægra fjármuna til að leysa hana til sín 27 á hann að reikna út verðgildi þeirra ára sem liðin eru síðan hann seldi hana og endurgreiða kaupandanum mismuninn. Síðan getur hann fengið eign sína til baka.+
-