-
5. Mósebók 8:7–9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
7 Jehóva Guð þinn leiðir þig inn í gott land,+ land með ám, lindum og uppsprettum* sem streyma fram í dölum og á fjöllum, 8 land með hveiti og byggi, vínviði, fíkjutrjám og granateplatrjám,+ land með ólívuolíu og hunangi,+ 9 land þar sem matur verður ekki af skornum skammti og þig skortir ekkert, land þar sem járn er í steinunum og þú grefur kopar úr fjöllunum.
-