Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 5. Mósebók 4:25, 26
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 25 Ef svo fer, eftir að þið hafið búið lengi í landinu og eignast börn og barnabörn, að þið hegðið ykkur skaðvænlega og gerið úthöggvið líkneski+ af einhverju tagi og gerið það sem er illt í augum Jehóva Guðs ykkar svo að þið misbjóðið honum+ 26 þá kalla ég himin og jörð til vitnis gegn ykkur í dag um að ykkur verður snarlega útrýmt úr landinu sem þið farið nú inn í yfir Jórdan og takið til eignar. Þá lifið þið ekki lengi þar heldur verður ykkur gereytt.+

  • 5. Mósebók 30:17, 18
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 17 En ef þið snúið hjörtum ykkar frá Guði,+ hlustið ekki og látið tælast til að falla fram fyrir öðrum guðum og þjóna þeim+ 18 segi ég ykkur í dag að ykkur verður útrýmt.+ Þá lifið þið ekki lengi í landinu sem þið haldið nú inn í yfir Jórdan til að taka til eignar.

  • Jósúabók 23:12, 13
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 12 En ef þið yfirgefið hann og snúið ykkur að þeim sem eftir eru af þjóðunum í landinu,+ stofnið til hjúskapartengsla*+ við þá og umgangist þá 13 skuluð þið vita að Jehóva Guð ykkar heldur ekki áfram að hrekja þessar þjóðir burt.+ Þær verða ykkur gildra og snara, svipa á baki ykkar+ og þyrnir í augum ykkar þar til ykkur hefur verið útrýmt úr þessu góða landi sem Jehóva Guð ykkar hefur gefið ykkur.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila