14 Þú átt að halda mér hátíð þrisvar á ári.+ 15 Þú skalt halda hátíð ósýrðu brauðanna.+ Þú skalt borða ósýrt brauð í sjö daga á tilteknum tíma í abíbmánuði+ eins og ég hef sagt þér því að þá fórstu frá Egyptalandi. Enginn á að koma tómhentur fram fyrir mig.+