-
1. Konungabók 9:20–22Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Í landinu voru enn einhverjir eftir af Amorítum, Hetítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum,+ þjóðflokkum sem voru ekki af Ísraelsþjóðinni.+ 21 Salómon lagði kvaðavinnu á afkomendur þeirra, þá sem Ísraelsmönnum hafði ekki tekist að eyða.* Þeir eru þrælar enn þann dag í dag.+ 22 En Salómon gerði enga Ísraelsmenn að þrælum.+ Þeir voru hermenn hans, þjónar, embættismenn, liðsforingjar og foringjar yfir vagnköppum hans og riddurum.
-
-
2. Kroníkubók 8:7–9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
7 Í landinu voru enn einhverjir eftir af Hetítum, Amorítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum,+ þjóðflokkum sem voru ekki af Ísraelsþjóðinni.+ 8 Salómon lagði kvaðavinnu á afkomendur þeirra, þá sem Ísraelsmenn höfðu ekki útrýmt,+ og þeir vinna hana enn þann dag í dag.+ 9 En Salómon gerði enga Ísraelsmenn að þrælum til að vinna fyrir sig.+ Þeir voru hermenn hans, yfirmenn liðsforingjanna og foringjar yfir vagnköppum hans og riddurum.+
-