-
2. Kroníkubók 4:2–5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
2 Hann gerði einnig hafið.*+ Það var hringlaga úr steyptum málmi. Tíu álnir voru á milli barmanna. Það var 5 álnir á dýpt og 30 álnir að ummáli.*+ 3 Fyrir neðan barminn var hafið skreytt graskerum+ allan hringinn, tíu á hverja alin hringinn í kring. Graskerin voru í tveim röðum og steypt í sama móti og hafið. 4 Hafið stóð á 12 nautum.+ Þrjú þeirra sneru í norður, þrjú í vestur, þrjú í suður og þrjú í austur. Það hvíldi á nautunum og bakhlutar þeirra sneru inn að miðju. 5 Hafið var þverhönd* á þykkt og barmurinn var eins og bikarbarmur, eins og útsprungin lilja. Kerið gat tekið 3.000 böt.*
-