-
2. Kroníkubók 4:11–17Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Híram gerði auk þess föturnar, skóflurnar og skálarnar.+
Þar með lauk hann við verk sitt við hús hins sanna Guðs sem hann vann fyrir Salómon konung:+ 12 súlurnar tvær+ og skálarlaga súlnahöfuðin, bæði netin+ utan um súlnahöfuðin, 13 granateplin 400+ sem voru sett í tvær raðir á hvort net utan um skálarlaga súlnahöfuðin,+ 14 vagnana* tíu og kerin tíu sem voru á þeim,+ 15 hafið og nautin 12 undir því+ 16 og einnig föturnar, skóflurnar, gafflana+ og öll tilheyrandi áhöld. Híram Abí*+ gerði allt þetta úr fægðum kopar fyrir hús Jehóva eins og Salómon konungur bað hann um. 17 Konungur lét steypa þetta allt á Jórdansléttu, í þykkum leirjarðveginum á milli Súkkót+ og Sereda.
-