-
2. Kroníkubók 16:11–14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Saga Asa frá upphafi til enda er skráð í Bók Júda- og Ísraelskonunga.+
12 Á 39. stjórnarári sínu varð Asa veikur í fótum. Hann varð alvarlega veikur en jafnvel þá sneri hann sér ekki til Jehóva heldur til lækna. 13 Asa var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum.+ Hann dó á 41. stjórnarári sínu. 14 Hann var jarðaður í miklu grafhýsi sem hann hafði látið höggva út handa sér í Davíðsborg.+ Hann var lagður á líkbörur sem voru fylltar balsamolíu og sérstöku smyrsli úr alls konar kryddjurtum og ilmolíum.+ Gríðarmikið bál var kveikt honum til heiðurs.*
-