-
5. Mósebók 13:1–5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
13 Segjum að spámaður eða maður sem dreymir fyrir ókomnum atburðum komi fram á meðal ykkar og boði tákn eða beri fram spá 2 og táknið eða spáin sem hann bar fram rætist og hann segir: ‚Við skulum fylgja öðrum guðum,‘ guðum sem þið hafið ekki þekkt áður, ‚og þjóna þeim.‘ 3 Þá skuluð þið ekki hlusta á spámanninn eða dreymandann+ því að Jehóva Guð ykkar reynir ykkur+ til að sjá hvort þið elskið Jehóva Guð ykkar af öllu hjarta og allri sál.*+ 4 Þið skuluð fylgja Jehóva Guði ykkar, óttast hann og halda boðorð hans. Hlustið á hann, þjónið honum og haldið ykkur fast við hann.+ 5 En spámanninn eða dreymandann skal taka af lífi+ því að hann hvatti til uppreisnar gegn Jehóva Guði ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi og leysti ykkur úr þrælahúsinu. Hann reyndi að beina ykkur út af veginum sem Jehóva Guð ykkar hefur sagt ykkur að ganga. Þið skuluð útrýma hinu illa sem er á meðal ykkar.+
-
-
5. Mósebók 18:20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Ef spámaður vogar sér að segja eitthvað í mínu nafni sem ég hef ekki gefið honum fyrirmæli um eða talar í nafni annarra guða skal hann deyja.+
-