-
2. Kroníkubók 28:1–4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
28 Akas+ var tvítugur þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Hann gerði ekki það sem var rétt í augum Jehóva eins og Davíð forfaðir hans hafði gert+ 2 heldur fetaði hann í fótspor Ísraelskonunga+ og gerði jafnvel málmlíkneski*+ af Baölunum. 3 Hann lét fórnarreyk stíga upp í Hinnomssonardal* og brenndi syni sína í eldi.+ Þannig fylgdi hann viðbjóðslegum siðum þjóðanna+ sem Jehóva hafði hrakið burt undan Ísraelsmönnum. 4 Hann færði einnig sláturfórnir og lét fórnarreykinn stíga upp á fórnarhæðum+ og hólum og undir hverju laufmiklu tré.+
-