Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 12:3–14
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 3 Segðu öllum söfnuði Ísraelsmanna: ‚Á tíunda degi þessa mánaðar á hver og einn að taka frá lamb+ handa fjölskyldu sinni, eitt lamb fyrir hvert heimili. 4 En ef fjölskyldan er of lítil fyrir heilt lamb skal hún* og næsta nágrannafjölskylda skipta með sér lambi eftir fjölda og borða það saman. Takið mið af því hve mikið af lambinu hvor fjölskylda borðar. 5 Lambið skal vera heilbrigður+ veturgamall hrútur. Í staðinn fyrir lamb má einnig velja kiðling. 6 Þið skuluð annast skepnuna fram að 14. degi þessa mánaðar+ og hver fjölskylda meðal Ísraelsmanna skal slátra henni í ljósaskiptunum.*+ 7 Ísraelsmenn skulu taka dálítið af blóðinu og sletta því á báða dyrastafina og þverbitann yfir dyrum hússins þar sem þeir borða hana.+

      8 Þeir eiga að borða kjötið þessa sömu nótt.+ Þeir skulu steikja það yfir eldi og borða það með ósýrðu brauði+ og beiskum jurtum.+ 9 Borðið ekkert af því hrátt eða soðið í vatni heldur steikið skepnuna yfir eldi með haus, skönkum og innyflum. 10 Þið megið ekki geyma neitt af kjötinu til morguns en ef eitthvað er afgangs næsta morgun skuluð þið brenna það í eldi.+ 11 Þið skuluð vera með belti* um lendar, sandala á fótum og staf í hendi þegar þið borðið það. Og borðið það í flýti. Þetta eru páskar Jehóva. 12 Ég fer um Egyptaland þessa nótt og bana öllum frumburðum í landinu, bæði mönnum og skepnum,+ og ég fullnægi dómi yfir öllum guðum Egyptalands.+ Ég er Jehóva. 13 Blóðið verður merki á húsunum þar sem þið eruð. Ég mun sjá blóðið og fara fram hjá ykkur, og plágan nær ekki til ykkar til að tortíma ykkur þegar ég slæ Egyptaland.+

      14 Þessi dagur verður minningardagur hjá ykkur og þið skuluð halda hann hátíðlegan til heiðurs Jehóva kynslóð eftir kynslóð. Þetta er varanlegt ákvæði sem ykkur ber að halda.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila