24 Akas safnaði saman áhöldunum í húsi hins sanna Guðs og braut þau.+ Hann lokaði einnig dyrunum á húsi Jehóva+ og gerði ölturu handa sér á hverju götuhorni í Jerúsalem. 25 Hann reisti fórnarhæðir í öllum borgum Júda til að færa öðrum guðum fórnir.+ Þannig misbauð hann Jehóva, Guði forfeðra sinna.