-
1. Mósebók 49:22–26Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
22 Jósef+ er grein á frjósömu tré, frjósömu tré við lind, og greinar þess teygja sig yfir múrinn. 23 En bogaskytturnar herjuðu á hann, skutu að honum og hötuðust við hann.+ 24 Samt var bogi hans stöðugur+ og hendur hans sterkar og fimar.+ Það var Jakobs volduga að þakka, hirðinum, steini Ísraels. 25 Hann* er frá Guði föður síns sem mun hjálpa honum. Hann er með Hinum almáttuga sem mun blessa hann með blessun af himni ofan, með blessun djúpsins undir niðri,+ með blessun brjósta og móðurlífs. 26 Blessun föður þíns verður betri en blessun hinna eilífu fjalla, betri en unaður hinna ævarandi hæða.+ Hún mun dvelja yfir höfði Jósefs, yfir hvirfli hans sem er valinn úr hópi bræðra sinna.+
-