26 Þið megið ekki fara með neitt viðbjóðslegt inn í hús ykkar svo að Guð eyði ykkur ekki* ásamt því. Hafið viðbjóð og megna andstyggð á því vegna þess að það á að eyða því.*
18 En forðist allt sem á að eyða+ svo að þið girnist ekki neitt af því og takið það.+ Annars mynduð þið kalla ógæfu* yfir búðir Ísraels þannig að einnig þyrfti að eyða þeim.+
20 Kom ekki reiði Guðs yfir allan söfnuð Ísraels+ þegar Akan+ Seraksson reyndist ótrúr og óhlýðnaðist fyrirmælunum um það sem átti að eyða?* Og hann var ekki sá eini sem dó fyrir þessa synd.‘“+