12 Þegar Absalon færði fórnirnar lét hann sækja Akítófel+ Gílóníta, ráðgjafa Davíðs,+ til Gíló,+ heimaborgar hans. Samsærið færðist í aukana og sífellt fleiri slógust í lið með Absalon.+
23 Þegar Akítófel varð ljóst að ráðum hans hafði ekki verið fylgt lagði hann á asna og fór til heimaborgar sinnar.+ Hann kom heim til sín og gerði ráðstafanir fyrir fjölskyldu sína.+ Síðan hengdi hann sig+ og lét þannig lífið. Hann var jarðaður í gröf forfeðra sinna.