-
2. Samúelsbók 23:20–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Benaja+ Jójadason var hugrakkur maður* sem vann mörg þrekvirki í Kabseel.+ Hann drap báða syni Aríels frá Móab og eitt sinn þegar snjóaði fór hann ofan í gryfju og drap þar ljón.+ 21 Hann drap líka risavaxinn Egypta. Egyptinn var með spjót í hendi en Benaja fór á móti honum með staf, hrifsaði spjótið úr hendi hans og drap hann með hans eigin spjóti. 22 Þetta gerði Benaja Jójadason. Hann var jafn frægur og þrír bestu stríðskappar Davíðs. 23 Hann skaraði fram úr hinum þrjátíu en jafnaðist þó ekki á við kappana þrjá. Davíð setti hann yfir lífvarðarsveit sína.
-