-
1. Konungabók 10:4–9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 Þegar drottningin af Saba hafði séð alla visku Salómons,+ húsið sem hann hafði byggt,+ 5 matinn á borði hans,+ sætaskipan embættismanna hans, hvernig þjónar hans þjónuðu til borðs og voru klæddir, drykkjarþjónana og brennifórnirnar sem hann færði stöðugt í húsi Jehóva varð hún agndofa af undrun. 6 Hún sagði við konung: „Það sem ég heyrði í landi mínu um afrek* þín og visku var satt. 7 En ég trúði ekki því sem ég heyrði fyrr en ég kom og sá það með eigin augum. Mér hafði þó ekki verið sagt frá helmingnum! Viska þín og velmegun er miklu meiri en ég hafði heyrt um. 8 Menn þínir og þjónar eru lánsamir að vera alltaf hjá þér og heyra visku þína.+ 9 Lofaður sé Jehóva Guð þinn+ sem setti þig í hásæti Ísraels af því að hann hafði velþóknun á þér. Jehóva gerði þig að konungi til að tryggja rétt og réttlæti af því að hann elskar Ísrael ævinlega.“
-