14 Þess vegna tilheyrir Hebron Kaleb Jefúnnesyni Kenisíta enn þann dag í dag. Hún er erfðaland hans af því að hann fylgdi Jehóva Guði Ísraels af heilum hug.+15 Hebron hét áður Kirjat Arba+ (Arba var mestur meðal Anakíta). Þar með var ekki lengur stríð í landinu.+
2Nokkru seinna spurði Davíð Jehóva:+ „Á ég að flytja til einhverrar af borgunum í Júda?“ „Já, gerðu það,“ svaraði Jehóva. „Hvert á ég að fara?“ spurði þá Davíð. „Til Hebron,“+ svaraði hann.