-
2. Mósebók 20:8–11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
8 Mundu eftir hvíldardeginum og haltu hann heilagan.+ 9 Þú átt að vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum+ 10 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Jehóva Guði þínum. Þá máttu ekkert vinna, hvorki þú né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn né ambátt eða skepnur þínar eða útlendingurinn sem býr í borgum þínum*+ 11 því að Jehóva gerði himin og jörð, hafið og allt sem þar er á sex dögum en sjöunda daginn hvíldist hann.+ Þess vegna blessaði Jehóva hvíldardaginn og helgaði hann.
-
-
5. Mósebók 5:12–14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Haltu hvíldardaginn heilagan eins og Jehóva Guð þinn hefur sagt þér að gera.+ 13 Þú átt að vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum+ 14 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Jehóva Guði þínum.+ Þá máttu ekkert vinna,+ hvorki þú né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn eða ambátt, né naut þitt, asni eða nokkur af skepnum þínum né útlendingurinn sem býr í borgum þínum.*+ Þannig fá þræll þinn og ambátt að hvílast eins og þú.+
-