-
1. Konungabók 11:1–5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 En Salómon konungur elskaði margar útlendar konur+ auk dóttur faraós.+ Það voru konur komnar af Móabítum,+ Ammónítum,+ Edómítum, Sídoningum+ og Hetítum.+ 2 Þær voru af þjóðunum sem Jehóva hafði sagt um við Ísraelsmenn: „Þið megið ekki eiga náin samskipti við þær* og þær mega ekki eiga náin samskipti við ykkur því að þær munu snúa hjörtum ykkar til guða sinna.“+ En Salómon bast þeim sterkum böndum og elskaði þær.* 3 Hann átti 700 eiginkonur sem voru tignarkonur og 300 hjákonur, og smám saman sneru konurnar hjarta hans burt frá Guði.* 4 Þegar Salómon var kominn á efri ár+ sneru konurnar hjarta hans til annarra guða.+ Hjarta hans var ekki heilt gagnvart Jehóva Guði hans eins og hjarta Davíðs föður hans hafði verið. 5 Salómon fylgdi Astarte+ gyðju Sídoninga og Milkóm,+ hinum viðbjóðslega guði Ammóníta.
-