-
4. Mósebók 11:11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Móse sagði við Jehóva: „Hvers vegna ferðu svona illa með þjón þinn? Hvers vegna hef ég misst velþóknun þína? Þú hefur látið allt þetta fólk verða byrði á mér.+
-
-
4. Mósebók 11:15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Ef þú ætlar að fara svona með mig er eins gott að þú látir mig deyja strax.+ Láttu mig ekki horfa upp á meiri ógæfu ef þú hefur velþóknun á mér.“
-
-
1. Konungabók 19:3, 4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 Elía varð hræddur og flúði til að bjarga lífi sínu.+ Hann kom til Beerseba+ sem tilheyrir Júda+ og skildi þjón sinn eftir þar. 4 Hann fór síðan sjálfur eina dagleið út í óbyggðirnar, settist þar undir runna og óskaði þess að hann mætti deyja. Hann sagði: „Ég get ekki meir! Taktu nú líf mitt,+ Jehóva, því að ég er engu betri en forfeður mínir.“
-