9 Á fjórða stjórnarári Hiskía konungs, það er á sjöunda stjórnarári Hósea+ Elasonar Ísraelskonungs, fór Salmaneser Assýríukonungur í herferð gegn Samaríu og settist um hana.+
25Á níunda stjórnarári Sedekía, á tíunda degi tíunda mánaðarins, kom Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar til Jerúsalem+ ásamt öllum her sínum. Hann settist um borgina og reisti árásarvirki allt í kringum hana.+
32Eftir að Hiskía hafði gert allt þetta og sýnt slíka trúfesti+ réðst Sanheríb Assýríukonungur inn í Júda. Hann settist um víggirtu borgirnar og ætlaði sér að brjótast í gegnum múra þeirra og ná þeim á sitt vald.+
39Á níunda stjórnarári Sedekía Júdakonungs, í tíunda mánuðinum, kom Nebúkadnesar* konungur Babýlonar ásamt öllum her sínum til Jerúsalem og settist um hana.+