-
5. Mósebók 17:18–20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Þegar hann er sestur í hásæti í ríki sínu á hann að gera handa sér afrit af þessum lögum í bók.* Hann á að skrifa afritið eftir lögbókinni sem Levítaprestarnir varðveita.+
19 Hann á að hafa bókina hjá sér og lesa í henni alla ævidaga sína+ svo að hann læri að óttast Jehóva Guð sinn, haldi allt sem stendur í þessum lögum og fylgi ákvæðum þeirra.+ 20 Þá mun hann ekki upphefja sig yfir bræður sína og ekki víkja frá boðorðunum, hvorki til hægri né vinstri, og hann mun ríkja lengi í Ísrael, bæði hann og synir hans.
-