9 Því næst var öllum íbúum Júda og Jerúsalem tilkynnt að þeir ættu að færa Jehóva hinn heilaga skatt+ sem Móse, þjónn hins sanna Guðs, hafði lagt á Ísrael í óbyggðunum. 10 Þá glöddust+ allir höfðingjarnir og allt fólkið og komu með framlög sín og lögðu þau í kistuna þar til hún fylltist.