12 Nú sjáum við ógreinilegar útlínur eins og í málmspegli en þá munum við sjá skýrt eins og augliti til auglitis. Núna hef ég takmarkaða þekkingu en þá verður þekking mín fullkomin,* alveg eins og Guð gerþekkir mig.
6 Það var Guð sem sagði: „Ljósið skal skína úr myrkri.“+ Hann hefur látið það skína frá andliti Krists á hjörtu okkar til að upplýsa þau+ með hinni dýrlegu þekkingu á sér.
19 Við höfum því fengið enn meira traust á spádómsorðinu og það er rétt af ykkur að gefa gaum að því eins og ljósi+ sem skín á dimmum stað, það er að segja í hjörtum ykkar, þar til dagur rennur upp og morgunstjarna+ rís.