-
Orðskviðirnir 24:30–34Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
30 Ég gekk fram hjá akri letingja,+
fram hjá víngarði óviturs manns.
31 Ég sá að illgresi hafði breiðst um hann allan,
jörðin var þakin netlum
og steinhleðslan umhverfis hann var hrunin.+
32 Ég virti þetta fyrir mér og það hafði áhrif á mig.
Þetta lærði ég af því sem ég sá:
33 Sofðu aðeins lengur, blundaðu aðeins lengur,
hvíldu þig aðeins lengur með krosslagðar hendur.
34 Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi
og skorturinn eins og vopnaður maður.+
-