-
2. Kroníkubók 36:11–13Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Sedekía+ var 21 árs þegar hann varð konungur og hann ríkti í 11 ár í Jerúsalem.+ 12 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva Guðs síns og auðmýkti sig ekki frammi fyrir Jeremía spámanni+ sem talaði að skipun Jehóva. 13 Auk þess gerði hann uppreisn gegn Nebúkadnesari konungi+ sem hafði látið hann sverja við Guð. Hann þrjóskaðist við, forherti hjarta sitt og neitaði að snúa sér til Jehóva Guðs Ísraels.
-