-
1. Mósebók 18:19Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
19 Ég þekki hann vel og treysti því að hann fyrirskipi sonum sínum og öllum afkomendum sínum að ganga á vegum Jehóva og gera það sem er rétt og réttlátt+ svo að Jehóva komi til leiðar því sem hann hefur lofað Abraham.“
-
-
Jósúabók 4:21–24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
21 Síðan sagði hann við Ísraelsmenn: „Þegar börn ykkar spyrja feður sína síðar meir: ‚Hvað tákna þessir steinar?‘+ 22 skuluð þið segja þeim: ‚Ísraelsmenn gengu þurrum fótum yfir Jórdan+ 23 þegar Jehóva Guð okkar þurrkaði upp vatnið í Jórdan frammi fyrir þeim þangað til þeir voru komnir yfir, rétt eins og Jehóva Guð okkar gerði við Rauðahaf þegar hann þurrkaði það upp fyrir framan okkur svo að við gátum gengið yfir.+ 24 Hann gerði þetta til að allar þjóðir jarðarinnar skyldu vita hve hönd Jehóva er sterk+ og til að þið skylduð alltaf óttast Jehóva Guð ykkar.‘“
-