13 Lúðrablásararnir og söngvararnir lofuðu Jehóva og þökkuðu honum í sameiningu. Þeir lofuðu Jehóva með lúðrablæstri, málmgjöllum og öðrum hljóðfærum „því að hann er góður, tryggur kærleikur hans varir að eilífu“.+ Þá fyllti ský húsið, hús Jehóva.+
11 Þeir lofuðu Jehóva og þökkuðu honum með því að syngja á víxl:+ „Því að hann er góður. Tryggur kærleikur hans til Ísraels varir að eilífu.“+ Þá hrópaði allt fólkið af fögnuði og lofaði Jehóva því að grunnurinn að húsi Jehóva hafði verið lagður.