-
3. Mósebók 25:39–42Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
39 Ef bróðir þinn sem býr í grennd við þig verður fátækur og þarf að selja sig þér+ máttu ekki neyða hann til að vinna þrælavinnu.+ 40 Það á að koma fram við hann eins og lausráðinn verkamann,+ eins og innflytjanda. Hann á að vinna hjá þér fram að fagnaðarári. 41 Þá á hann að fara frá þér, hann og börn* hans, og snúa aftur til ættar sinnar. Hann á að snúa aftur til landareignar forfeðra sinna+ 42 því að Ísraelsmenn eru þrælar mínir sem ég leiddi út úr Egyptalandi.+ Þeir eiga ekki að selja sig í þrælkun.
-
-
5. Mósebók 15:12Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Ef samlandi þinn, hebreskur karl eða kona, er seldur þér og hefur þjónað þér í sex ár áttu að veita honum frelsi á sjöunda árinu.+
-