-
Jeremía 41:16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
16 Jóhanan Kareason og allir herforingjarnir sem voru með honum tóku með sér alla sem eftir voru af fólkinu frá Mispa, þá sem þeir höfðu bjargað úr höndum Ísmaels Netanjasonar eftir að hann hafði drepið Gedalja+ Ahíkamsson. Þeir fóru með menn, hermenn, konur, börn og hirðmenn frá Gíbeon.
-
-
Jeremía 42:1–3Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
42 Nú komu allir herforingjarnir, Jóhanan+ Kareason, Jesanja Hósajason og allt fólkið, jafnt háir sem lágir, 2 og sögðu við Jeremía spámann: „Hlustaðu á beiðni okkar og biddu til Jehóva Guðs þíns fyrir okkur, fyrir öllum þeim sem eru eftir, því að eins og þú sérð erum við aðeins örfá eftir af miklum fjölda.+ 3 Jehóva Guð þinn vísi okkur veginn sem við eigum að fara og segi okkur hvað við eigum að gera.“
-