-
2. Kroníkubók 36:15, 16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Jehóva, Guð forfeðra þeirra, varaði þá ítrekað við fyrir milligöngu sendiboða sinna því að hann kenndi í brjósti um þjóð sína og vildi bjarga bústað sínum. 16 En þeir hæddust að sendiboðum hins sanna Guðs,+ fyrirlitu orð hans+ og gerðu gys að spámönnum hans.+ Að lokum reiddist Jehóva þjóð sinni+ svo mikið að ekkert gat lengur bjargað henni.
-
-
Jesaja 65:2Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
2 Ég breiddi út faðminn allan liðlangan daginn móti þrjóskri þjóð,+
fólki sem gengur á rangri braut+
og fylgir sínum eigin hugmyndum,+
-
Jeremía 7:24–26Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
24 En þeir hlustuðu ekki og gáfu mér engan gaum+ heldur fóru sínar eigin leiðir,* þrjóskuðust við og fylgdu sínu illa hjarta.+ Þeim fór aftur, þeir bættu sig ekki. 25 Þannig hefur það verið frá þeim degi sem forfeður ykkar yfirgáfu Egyptaland og allt til þessa.+ Þess vegna sendi ég til ykkar alla þjóna mína, spámennina. Ég sendi þá dag eftir dag, aftur og aftur.*+ 26 En fólkið vildi ekki hlusta á mig og gaf mér engan gaum.+ Það var þrjóskt og hegðaði sér verr en forfeður þess!
-
-
Jeremía 35:15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Ég sendi til ykkar alla þjóna mína, spámennina. Ég sendi þá hvað eftir annað*+ til að segja: ‚Snúið af ykkar illu braut+ og gerið það sem er rétt! Eltið ekki aðra guði og þjónið þeim ekki. Þá fáið þið að búa áfram í landinu sem ég gaf ykkur og forfeðrum ykkar.‘+ En þið hlustuðuð ekki og gáfuð mér engan gaum.
-
-
-