19 Amón+ var 22 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í tvö ár í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Mesúllemet og var dóttir Harúsar frá Jotba. 20 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og Manasse faðir hans.+
8 Jójakín+ var 18 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Nehústa og var dóttir Elnatans frá Jerúsalem. 9 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og faðir hans.