-
2. Kroníkubók 36:9, 10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
9 Jójakín+ var 18 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði og tíu daga í Jerúsalem. Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva.+ 10 Í ársbyrjun* sendi Nebúkadnesar konungur menn sína og lét flytja hann til Babýlonar+ ásamt dýrgripum úr húsi Jehóva.+ Hann gerði Sedekía föðurbróður hans að konungi yfir Júda og Jerúsalem.+
-
-
Jeremía 29:1, 2Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
29 Þetta stóð í bréfinu sem Jeremía spámaður sendi frá Jerúsalem til þeirra sem voru eftir af öldungum útlaganna, til prestanna, spámannanna og allra þeirra sem Nebúkadnesar hafði flutt í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar. 2 Hann sendi bréfið eftir að Jekonja+ konungur, konungsmóðirin,+ hirðmennirnir, höfðingjarnir í Júda og Jerúsalem og handverksmennirnir og málmsmiðirnir* höfðu yfirgefið Jerúsalem.+
-