-
5. Mósebók 28:54–57Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
54 Jafnvel veikbyggðasti og viðkvæmasti maður á meðal ykkar finnur ekki til með bróður sínum, elskaðri eiginkonu eða sonum sínum sem eftir eru. 55 Hann gefur ekki neinu þeirra af holdi barna sinna sem hann borðar, enda leggst umsátrið og hörmungarnar sem óvinurinn veldur svo þungt á borgirnar að hann á ekkert annað.+ 56 Og veikbyggð og viðkvæm kona+ á meðal ykkar sem dettur ekki í hug að tylla fæti á jörðina finnur ekki til með ástkærum eiginmanni sínum, syni sínum eða dóttur. 57 Hún gefur þeim ekki neitt af holdi barnsins sem hún fæðir og ekki einu sinni af fylgjunni sem kemur út af kviði hennar. Umsátrið og hörmungarnar sem óvinurinn veldur leggjast svo þungt á borgirnar að hún borðar þetta sjálf í laumi.
-