13 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég rétti einnig út höndina gegn Edóm og útrými þar bæði mönnum og búfé. Ég legg landið í eyði.+ Menn munu falla fyrir sverði frá Teman allt til Dedan.+
15 Þú fagnaðir þegar erfðaland Ísraelsmanna var lagt í eyði. Þess vegna læt ég fara eins fyrir þér.+ Þú fjalllendi Seír, já, allt Edóm, verður að óbyggðum rústum.+ Og menn komast að raun um að ég er Jehóva.‘“