26 Fjórir aðalhliðverðir, Levítar, fengu það ábyrgðarhlutverk að hafa umsjón með herbergjunum og fjárhirslunum í húsi hins sanna Guðs.+ 27 Á nóttinni stóðu þeir vörð allt í kringum hús hins sanna Guðs því að þeir sáu um gæsluna og höfðu lykil til að opna hliðin á hverjum morgni.