-
1. Konungabók 6:31–35Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
31 Fyrir innsta herbergið gerði hann vængjahurð úr furu ásamt hliðarsúlum og dyrastöfum sem fimmta hluta.* 32 Á báða hurðarvængina, sem voru úr furu, skar hann út kerúba, pálma og útsprungin blóm. Síðan lagði hann þá gulli og hamraði það yfir kerúbunum og pálmunum. 33 Við inngang hins heilaga* gerði hann á sama hátt dyrastafi úr furu sem tilheyrðu fjórða hluta.* 34 Og hann gerði vængjahurð úr einiviði. Hvor hurðarvængurinn var úr tveim hlutum sem snerust á hjörum.+ 35 Hann skar út kerúba, pálma og útsprungin blóm og þakti útskurðinn með gullþynnu.
-