16 Jehóva hersveitanna segir:
„Hlustið ekki á það sem spámennirnir segja ykkur.+
Þeir villa um fyrir ykkur.
Sýnirnar sem þeir segja frá eru sprottnar úr þeirra eigin hjarta+
en ekki munni Jehóva.+
17 Þeir segja æ ofan í æ við þá sem fyrirlíta mig:
‚Jehóva segir: „Þið munuð njóta friðar.“‘+
Og við alla sem fylgja sínu þrjóska hjarta segja þeir:
‚Engin ógæfa kemur yfir ykkur.‘+