-
2. Konungabók 23:31–34Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
31 Jóahas+ var 23 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði í Jerúsalem. Móðir hans hét Hamútal+ og var dóttir Jeremía frá Líbna. 32 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og forfeður hans höfðu gert.+ 33 Nekó faraó+ lét varpa honum í fangelsi í Ribla+ í Hamathéraði svo að hann gæti ekki ríkt í Jerúsalem. Síðan lagði hann sekt á landið, 100 talentur* af silfri og eina talentu af gulli.+ 34 Nekó faraó gerði Eljakím Jósíason að konungi í stað Jósía föður hans og breytti nafni hans í Jójakím. En hann tók Jóahas með sér til Egyptalands+ og þar dó hann.+
-